Árshátíð fyrirtækja / Stærri viðburðir

Láttu okkur sjá um dagskrána

Við tökum að okkur að sjá um árshátíð fyrirtækja. Við getum séð um dagskrána á árshátíðinni fyrir þig frá A-Ö með skemmtilegri og fagmannlegri veislustjórn og skemmtun sem svíkur engan. Árshátíðin þín er í góðum höndum hjá okkur. Skoðaðu nánar hér að neðan:

Lýsing

Hægt er að byrja árshátíðina með lifandi tónlist yfir fordrykk og Dinner með frábæru tríói sem spilar á lágstemmdan og notalegan máta eða þá með DJ-Lounge stemningu eða annars konar tónlistarflutningi. Síðan höfum við frábæra og mjög vana veislustjóra sem koma með leikina, fjöldasönginn, uppistandið, ákveðna þekkta karaktera úr íslensku sjónvarpi o.fl. Veislustjórar okkar sjá um undirbúningsvinnu í samráði við viðskiptavini og smíða dagskrá og prógram eftir þörfum viðskiptavina. Í dagskrána má einnig bóka skemmtiatriði frá trúbador til að hita mannskapinn vel upp, Dívu moment , Pöbbkviss, bráðskemmtilegt uppistand eða magnað töfrashow. Fyrir ballið um kvöldið er hægt að bóka bæði Plötusnúð/DJ eða þá hljómsveit sem sjá um að keyra upp stemninguna og dansgólfið ásamt mögulegu leyniatriði.

Þar að auki bjóðum við upp á að sjá um hljóðkerfi lausnir (topp hljóðkerfi og hljóðmenn).

Við leggjum allan okkar metnað í að veita trausta og fagmannlega þjónustu - Allt til að láta viðskiptavinum okkar líða sem best og gera eins mikið og við mögulega getum fyrir þá og skemmtanir/viðburði/tilefni þeirra. Einnig getum við tekið að okkur ráðstefnur, sýningar, tónleika og fleira.

Bóka þjónustu