Árshátíð fyrirtækja / Stærri viðburðir
Láttu okkur sjá um dagskrána
Við tökum að okkur að sjá um árshátíð fyrirtækja. Við getum séð um dagskrána á árshátíðinni fyrir þig frá A-Ö með veislustjórn, uppistandi/leikjum/fjöri og lifandi tónlist í þeim búningi sem hentar. Árshátíðin þín er í góðum höndum hjá okkur. Skoðaðu nánar hér að neðan:
Lýsing
Hægt er að byrja árshátíðina með lifandi tónlist yfir fordrykk og Dinner með frábærri tríó hljómsveit sem spilar á lágstemmdan og notalegan máta. Síðan höfum við frábæra veislustjóra sem koma með mismunandi áherslur; leiki/fjöldasöng og/eða uppistand. Í dagskrána má einnig bóka skemmtiatriði trúbador til að hita mannskapinn vel upp og/eða Dívu moment þar sem helstu slagarar Whitney, Tinu. ABBA, Janis o.fl. með söngkonu og undirleik frá okkur - allt lifandi tónlist eins og hún gerist best. Fyrir ballið um kvöldið er hægt að bóka Plötusnúð/DJ og/eða hljómsveit sem sjá um að keyra upp stemninguna og dansgólfið. Einnig bjóðum við upp á geggjað leyniatriði.
Einnig bjóðum við upp á að sjá um hljóðkerfi lausnir (topp hljóðkerfi og hljóðmenn)
Við leggjum allan okkar metnað í að veita trausta og fagmannlega þjónustu - Allt til að láta viðskiptavinum okkar líða sem best og gera eins mikið og við mögulega getum fyrir þá og skemmtanir/viðburði/tilefni þeirra. Einnig getum við tekið að okkur ráðstefnur, sýningar, tónleika og fleira.