jólaskemmtanir og hlaðborð

Jólaskemmtun eins og hún gerist best

Jólahlaðborð - Litlu jólin - Jólaskemmtun - lifandi tónlist trúbador - veislustjóri - veislustjórn - veislustjórar

Ert þú að leita að skemmtun og/eða lifandi tónlist fyrir jólahlaðborðið þitt, litlu jólin eða jólaskemmtunina. Jólaskemmtun Trúbba er tilvalið fyrir jólaviðburði fyrirtækja, jólaviðburði, starfsmannahópa og fjölskyldu- og vinahópa. 

Lýsing

Við bjóðum upp á margar útfærslur af jólaskemmtun. Það er hægt að bóka trúbador, DJ, hljómsveit, veislustjóra, tríó bakgrunnstónlist, jóla partýstjóra, uppistand, og/eða töfra og tónlist fyrir jólaskemmtunina þína. Tríóin okkar eru mjög vinsæl til að flytja skemmtilegustu jólalögin í bland við lögin sem þú þekkir yfir kvöldið í formi bakgrunnstónlistar sem er virkilega notaleg. Auðvitað er hægt að bóka bæði notalega stemningu með tríó og í kjölfarið partýstemningu með trúbador, DJ eða hljómsveit að borðhaldi loknu. Einnig geta veislustjórar okkar stýrt þinni jólagleði frá A-Ö. Þá er einnig hægt að fá Partýstjórann okkar á svæðið til að þjappa hópnum vel saman með lifandi tónlist, skemmtilegum, leikjum og almennum kjánaskap. Ekkert mál er að bæta við uppistandi og/eða töfrum og tónlist. Þú bara hakar við það sem þú vilt fá í þína skemmtun þegar þú sendir fyrirspurn í bókunarforminu okkar.

Til að lýsa okkar þjónustu betur þá er það þannig að ef eitthvað kemur upp á (forföll, veikindi eða annað) þá tryggjum við alltaf eftir allra bestu getu að skemmtunin fari fram með því að finna afleysinga aðila. Með því leggjum mikið upp úr að sýna trausta og fagmannlega þjónustu - Allt til að láta okkar viðskiptavinum okkar líða sem best og gera eins mikið og við mögulega getum fyrir þá og viðburði þeirra.

Meðfærilegt lítið hljóðkerfi innifalið. Vantar stærra hljóðkerfi? Við getum græjað það

Mismunandi tímalengdir