Pöbbkviss

Fjörugt Pöbbkviss með kassagítar, singalong og fjöri eða bráðskemmtilegt Snjallkviss

Pub quiz - Pub kvis - Pöbbkviss

Pöbbkviss Trúbba er bráðskemmtileg upplifun þar sem keppni og skemmtun mætast og er tilvalin lausn fyrir fyrirtækjaskemmtanir, starfsmannagleði, partý, vinahópa og fyrir hópefli. Við erum meira en til í að sjá um fjörið. Viltu bæta við frábæru uppistandi eða lifandi tónlist á undan eða á eftir pöbbkvissinu - það er ekkert mál - þú bara lætur okkur vita hvernig þú vilt hafa skemmtunina.

Lýsing

Hægt er að bóka tvenns konar Pöbbkviss hjá okkur og eru þau bæði frábær skemmtun.

Við viljum koma því á framfæri að það er þeim mun skemmtilegra að vera með vinninga fyrir sigurvegara og við mælum eindregið með því en það er hins vegar ekki í umsjá Trúbba.

Við leggjum allan okkar metnað í að veita trausta og fagmannlega þjónustu - Allt til að láta viðskiptavinum okkar líða sem best og gera eins mikið og við mögulega getum fyrir þá og skemmtanir/viðburði/tilefni þeirra.

Pöbbkviss með kassagítar, singalong og fjöri er einfaldlega skemmtilegra vegna þess að gítarinn er auðvitað með í för og gerir það meira lifandi og hresst. Pöbbkvissið er eins og skilja má frekar tónlistarmiðað en samt sem áður mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Arnar eigandi, er meira en til í kallið. Pennar(afnot)+ blöð innifalið.

Snjallkviss Pálma Partýstjóra er frábær skemmtun í alla staði. Í Snjallkvissinu svara allir í símanum sínum – spurningarnar birtast á skjá, stig eru reiknuð strax og keppnin heldur öllum við efnið. Fjölbreyttar umferðir halda spennunni gangandi: tónlistarþrautir, myndaspurningar, hraðaspurningar – og svo skemmtilegir snúningar eins og hraðbingo og bónuslotur sem geta kollvarpað stöðunni..

Tími: 1-2klst

Clock showing the time as 3:00.

Meðfærilegur lítill magnari innifalið. Við getum einnig græjað topp hljóðkerfi

A black and white drawing of a man with curly hair, wearing glasses, and pointing at a whiteboard with graphs and charts.
Bóka þjónustu