Hljómsveitir/tríó
Alvöru ball stemning
Er árshátíð, þorrablót, brúðkaupsveisla, fyrirtækjaskemmtun, afmæli eða eitthvað annað skemmtilegt á döfinni og vantar alvöru ball stemningu með hljómsveit? Fáðu þá hljómsveit eða Trúbbatríóið frá Trúbba á svæðið til að keyra upp stemninguna. Hljómsveitir okkar geta græjað allt saman og geta mæta með hljóðkerfi og sviðsljós. Veislustjórar okkar geta líka séð um veislustjórnun fyrir þig. Vantar þig/fyrirtækið kannski að láta sjá um dagskrána fyrir árshátíðina/viðburðinn frá A - Ö? Kíktu þá á Árshátíðir - Stærri viðburðir
Lýsing
Hljómsveitir
Alvöru ball með hljómsveit gerir viðburðinn þinn mun meira lifandi og skemmtilegri. Hljómsveitir Trúbba mæta á svæðið með ball stemninguna og keyra stuðið í gang. Hljómsveitirnar sem Trúbbi vinnur með eru handvaldar af Arnari, eiganda Trúbba og eru Húsband trúbba, Snilld, Næsland og Elítan. Þessar hljómsveitir eru þessar alvöru íslensku ball hljómsveitir eins og þú þekkir þær.
Húsband Trúbba
Hægt að bóka húsbandið okkar vinsæla með vel völdum reynslumiklum mönnum í hverri stöðu. Húsbandið getur einnig komið sem tríó.
Við leggjum allan okkar metnað í að veita trausta og fagmannlega þjónustu - Allt til að láta viðskiptavinum okkar líða sem best og gera eins mikið og við mögulega getum fyrir þá og skemmtanir/viðburði/tilefni þeirra.
Í kringum 2klst ball
Hljómsveitum Trúbba getur fylgt topp hljóðkerfi. Við getum einnig græjað svið og ljós