Partýstjóri

Lifandi tónlist, bráðskemmtilegir leikir og almennur kjánaskapur

A man holding an acoustic guitar, partially hiding his face, standing against a backdrop of pink and white bokeh lights.

Vantar stuð, fjör, stemningu og ég veit ekki hvað og hvað? Allt að 3klst prógram hjá Partýstjóranum okkar Pálma af lifandi tónlist, snjallkvissi, leikjum, almennum kjánaskap og dass af Pálmaskap gefur gott partý ennþá betra. Partýstjóri er tilvalin lausn fyrir starfsmannaskemmtunina, fyrirtækjaskemmtunina, árshátíð fyrirtækja eða önnur tilefni.

Lýsing

Bókaðu partýstjórann okkar sem stýrir ferðinni og kemur öllum í gírinn. Partýstjórinn okkar Pálmi Hjalta, mætir á svæðið í nýpússuðum skónum og með brosið eins og honum einum er lagt. Alvöru skemmtun sem bara hreinlega getur ekki klikkað. Með fjörugum leikjum, skrípaleik, lifandi tónlist og almennum kjánaskap nær Pálmi, upp frábærri stemningu sem dregur fram hlátur, fjör og frábæra stund með fólkinu. Þess á milli grípur hann í gítarinn og skellir í fjöldasöng.

Við leggjum allan okkar metnað í að veita trausta og fagmannlega þjónustu - Allt til að láta viðskiptavinum okkar líða sem best og gera eins mikið og við mögulega getum fyrir þá og skemmtanir/viðburði/tilefni þeirra.

Meðfærilegur lítill magnari innifalið. Við getum einnig græjað topp hljóðkerfi

An illustration of a cartoon character with a big smile, glasses, and a bow tie. The character has a round face and a neat hairstyle.

Allt að 3klst prógram

Clock showing 3:00.
Bóka þjónustu