veislustjóri
Þaulvanir veislustjórar okkar stýra viðburðum eins og þeim einum er lagið á íslensku eða ensku. Einnig er hægt að bóka stórskemmtileg veislustjóra dúó
ATH. Veislustjórar okkar eru oftar en ekki bókaðir marga mánuði fram í tímann svo því mælum við með að bóka tímanlega
Ert þú að leita að veislustjóra/veislustjóradúó fyrir viðburðinn? Veislustjóri er tilvalin lausn fyrir brúðkaupsveisluna, fyrirtækja skemmtunina, árshátíðina eða önnur tilefni. Veislustjórar frá Trúbba eru svo miklu meira en venjulegir veislustjórar og koma veislustjórar okkar með skemmtilegar og fjölbreyttar áherslur: Uppistand/Gamanmál, bráðskemmtilegir leikir, fjöldasöngur, bregða sér í karaktera, lifandi tónlist, fjörug atriði, pöbbkviss og margt fleira. Viðburðurinn þinn er í góðum höndum með stórskemmtilega veislustjórn með okkar frábæru skemmtikröftum. Við bjóðum einnig upp á veislustjórnun á ensku.
Lýsing
Veislustjórar okkar hjálpa til við að skipuleggja og halda vel utan um dagskrána. Þá passa þeir einnig upp á að flæðið sé gott og stýra skemmtun kvöldsins af fagmennsku og með fjörið að vopni. Veislustjórar okkar mæta vel undirbúnir á þinn viðburð og gera kvöldið eins og það á að vera. Bókaðu frábæra veislustjóra sem koma með uppistands twist, skemmtilegustu leikina, fjöldasönginn og/eða skemmtikrafta sem elska gamanmál og kunna að halda uppi fjöri. Einnig er hægt að bóka veislustjórn sem er líka DJ um kvöldið. Veislustjórar frá Trúbba (sjá veislustjóra og veislustjóra dúó okkar hér fyrir neðan) eru þaulvanir því að koma fram bæði á íslensku og ensku og stýra veislum/viðburðum af mikilli fagmennsku. Vantar þig kannski einnig hljómsveit, eða Plötusnúður/DJ á viðburðinn eða vantar þig að við sjáum um þetta fyrir þig og græjum dagskrána fyrir árshátíðina/viðburðinn frá A - Ö? Kíktu þá á Árshátíð fyrirtækja - Stærri viðburðir
Við leggjum allan okkar metnað í að veita trausta og fagmannlega þjónustu - Allt til að láta viðskiptavinum okkar líða sem best og gera eins mikið og við mögulega getum fyrir þá og skemmtanir/viðburði/tilefni þeirra.
Tími: Viðmiðunartími 3-4klst. Fer eftir hverjum viðburði fyrir sig og þörfum viðskiptavina
Vantar hljóðkerfi fyrir viðburðinn? Við getum græjað topp hljóðkerfi.
Veislustjórar
Veislustjóradúó má sjá að neðan
Með fjörugum leikjum, skrípaleik, almennum kjánaskap og dass af Pálmaskap nær partýstjórinn Pálmi Hjalta, upp frábærri stemmingu. Þess á milli grípur hann í gítarinn og tekur lagið.
Þórhall Þórhallsson, þarf varla að kynna en hann hefur stundað uppistand frá því hann man eftir sér ásamt því að leika í kvikmyndum og margt annað. Þórhallur kemur með uppistandið í viðburðinn/tilefnið.
Skemmtikrafturinn, uppistandarinn og K100 útvarpsmaðurinn Ási Guðna, elskar ekkert meira en að láta fólk hlægja sig máttlaust. Ási mætir með uppistandið og glensið beint til þín viðburðinn/tilefnið
Heiðar Austmann, er nafn sem allir þekkja og er frábær veislustjóri. Heiðar nálgast hvern viðburð og/eða brúðkaupsveislu á þann hátt sem hentar best og einnig er hægt að bóka hann sem DJ um kvöldið.
Siggi Hrannar, leikari og skemmtikraftur elskar fátt meira enn að skemmta fólki og bregða sér í karaktera. Hver man t.d. ekki eftir Ingva úr fangavaktinni (gæjanum í rauðu fötunum). Siggi mætir og gerir viðburðinn skemmtilegri.
Bjarni töframaður, hefur kitlað hláturstaugar landsmanna í fjöldamörg ár og kemur með uppistandið og kjánaskapinn í viðburðinn þinn og/eða lifandi tónlistina.
Rikka G, þarf ekkert að kynna en hann mætir galvaskur með frábært prógram í brúðkaupsveisluna og fjörið í viðburðinn eins og honum einum er lagið. Einnig er hægt að bóka Rikka sem DJ um kvöldið.
Veislustjórar (Dúó)
Með fjörugum leikjum, skrípaleik, uppistandi og almennum kjánaskap ná partýstjórinn Pálmi Hjalta og Uppistandarinn Þórhallur Þórhalls upp frábærri stemmingu. Fáðu fjörið, gítarinn og og grínið á þinn viðburð.
Þeir félagar Pálmi Hjalta, partýstjóri og Siggi hrannar, leikari mæta með leikina, lifandi tónlistina og grínið og ná upp geggjaðri stemmingu. Fáðu fjörið, gítarinn og jafnvel einn uppáhalds karakter okkar Íslendinga, Ingva úr Fangavaktinni á þinn viðburð.
