Töfrar og tónlist
Blástu lífi í tilefnið með bráðskemmtilegri töfrasýningu og lifandi tónlist
Ert þú að leita að bráðskemmtilegu atriði fyrir viðburðinn? Ingó Geirdal töframaður oft þekktur sem Ingó úr Dimmu ásamt trúbador frá okkur er tilvalið atriði fyrir árshátíð fyrirtækja, starfsmannahópa, afmælið eða önnur tilefni.
Lýsing
Bókaðu töfra og tónlist hjá okkur. Töfrashow sem skilur fólkið eftir dáleitt og lifandi tónlist sem kemur öllum í gírinn er skemmtun sem þú vilt fá í viðburðinn þinn.
Við leggjum allan okkar metnað í að veita trausta og fagmannlega þjónustu - Allt til að láta viðskiptavinum okkar líða sem best og gera eins mikið og við mögulega getum fyrir þá og skemmtanir/viðburði/tilefni þeirra.
Töfrasýning með lifandi tónlist - 1 eða 1,5klst
Innifalið er topp hljóðkerfi
Ingó Geirdal hefur starfað sem atvinnutöframaður í fjóra áratugi og
komið fram á fjölmörgum skemmtunum og í sjónvarpsþáttum víða um heim. Hann er einnig þekktur fyrir að fara fimum fingrum um gítarinn í rokksveitinni DIMMU. Ingó býður upp á galdraskemmtun sem Rokkar! Ingó kemur með töfrasýninguna beint í viðburðinn/tilefnið hjá þér.
