Persónuvernd Trúbba

Almennt 

Í persónuverndaryfirlýsingu Trúbba ehf kemur fram hvernig við hjá Trúbba förum með þær persónuupplýsingar sem við geymum um þig og hvaða réttindi þú átt varðandi upplýsingarnar. Hjá Trúbba ríkir algert gagnsæi ef þörf er á því að fá persónuupplýsingar afhentar. Trúbbi vinnur heiðarlega og kappkostar við að fara eftir öllum reglum og framfylgja öllum lögum sem snúa að meðferð persónuupplýsinga.

Persónuvernd Trúbba gætir fyllsta trúnaðar og virðir þinn rétt varðandi meðferð þinna persónuupplýsinga. Persónuverndarstefna okkar nær til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og varðveittar á rafræna vegu, á pappír eða á annan máta. Persónuverndarstefna Trúbba nær yfir skráningar, vörslu og vinnslu á þeim persónuupplýsingum sem falla þar undir. 

Trúbbi leggur mikið upp úr áreiðanlegri þjónustu og því teljum við það okkar skyldu að fræða viðskiptavini okkar eins ítarlega og unnt er um okkar persónuverndarstefnu. Okkur er annt um persónuöryggi okkar viðskiptavina og því leggjum við einnig mikið upp úr því að hafa okkar persónuverndarstefnu eins greinargóða og mögulegt er. Persónuverndarstefnu Trúbba má lesa í heild sinni hér:

Persónuverndaryfirlýsing Trúbba