Stebbi Jak
Gamanmál, bestu lög í heimi og fleira skemmtilegt
Ert þú að leita að frábæru atriði fyrir viðburðinn? Lifandi tónlist ásamt léttu gríni/gamanmáli er alveg tilvalið atriði fyrir árshátíð fyrirtækja, starfsmannahópa, afmælið eða önnur tilefni.
Lýsing
Blanda af léttu gríni, bestu lögum í heimi ásamt singalong og lögum sem fólk ætti almennt ekki að syngja með. Stebba Jak þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum en stórsöngvarinn hefur sungið sig inn í hjörtu okkar Íslendinga með rokksveitinni Dimmu.
Við leggjum allan okkar metnað í að veita trausta og fagmannlega þjónustu - Allt til að láta viðskiptavinum okkar líða sem best og gera eins mikið og við mögulega getum fyrir þá og skemmtanir/viðburði/tilefni þeirra.
Innifalið er lítill meðfærilegur magnari og fyrir stærri hópa getum við græjað topp hljóðkerfi ásamt sviði og/eða ljósum
45mín
